Monday, January 20, 2014

10.03.2013 at 18:02


Til að byrja með var nokkuð jafnræði með liðunum, en smám saman byrjaði Liverpool að spila mun betur og á 21. mínútu skoraði Luis Suarez fyrsta markið eftir frábært spil, sem Coutinho byrjaði með sendingu á Enrique sem kom honum inná Suarez sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Eftir þetta var Liverpool mun betra liðið á vellinum og hefði getað bætt við en smám saman unnu Tottenham-menn sig inní leikinn og þegar þeir jöfnuðu á 43. mínútu hafði markið legið í loftinu. Dómarinn dæmdi rugl aukaspyrnu fyrir meint brot á Bale og upp úr þeirri aukaspyrnu komst Bale upp með boltann, gaf fyrir og þar skallaði Vertonghen í markið framhjá rænulausum varnarmönnum Liverpool. 1-1 í hálfleik.
Eins og alltaf þegar við fáum á okkur mark þá fylgir annað mark ekki löngu síðar og svona var það líka í dag þegar Tottenham komust yfir rétt eftir hlé. Tottenham fengu aðra bull aukaspyrnu, Bale endaði með boltann, hann átti sendingu fyrir þar sem Vertonghen var aftur mættur og skoraði. 1-2 fyrir Tottenham og ég verð að játa að ég var ekkert alltof bjartsýnn fyrir hönd okkar manna. Okkar menn voru alveg vonlausir fyrsta hluta seinni hálfleiks.
Stuttu seinna skipti svo Rodgers Coutinho ema application form út fyrir Joe Allen og mínútu eftir að hann kom inná þá gaf hann slæma sendingu á Spurs-mann, svo að menn voru ekkert alltof hressir (hlutfall heppnaðra sendinga var afleitt á þessum tímapunkti hjá Liverpool). En þessi skipting átti samt eftir að bæta spil okkar manna mikið þótt Coutinho hafi átt góð tilþrif í fyrri hálfleik.
Jöfnunarmark okkar var algjör gjöf frá Spurs-vörninni (skemmtileg tilbreyting fyrir okkur). Walker sendi til baka á Downing sem náði boltanum á undan Lloris og tókst að skora með því að klobba Vertonghen á línunni. ema application form
Með markinu færði Liverpool sig enn framar ema application form á völlinn og Sturridge átti gott færi, en á 80. mínútu gaf Defoe sendingu til baka beint á Suarez sem keyrði í átt að marki og var felldur af Assou-Ekotto ema application form og vítaspyrna réttilega dæmd. Gerrard mætti og skoraði framhjá Lloris.
Maður leiksins : Jones var ágætur í markinu ema application form og hélt okkur inní leiknum þegar ég hélt að Tottenham væru að fara að klára þetta. Vörnin fékk á sig tvö mörk, en við vorum líka að spila gegn einu heitasta liði deildarinnar, sem hafði ekki tapað í 12 leikjum.
Á miðjunni var Lucas ekki nægilega góður en Gerrard var fínn. Tottenham voru þó sterkari á miðjunni alveg þangað til að Allen kom inn um miðjan seinni hálfleik og lék mjög vel og breytti að mörgu leyti gangi leiksins. Allen hefur verið að koma tilbaka eftir slæma mánuði. Af sóknarmönnunum átti Coutinho ágætis tilburði en Sturridge var slappur. Suarez skoraði mark, fékk víti og barðist eins og brjálæðingur allan leikinn. En ég ætla að velja Downing sem mann leiksins. Hann skoraði markið sem kom okkur inní leikinn og var duglegur við að skapa hættu. Downing hefur algjörlega bjargað sínum Liverpool-ferli á síðustu mánuðum og það erfitt að finna menn sem kvarta yfir því þegar menn sjá hans nafn í byrjunarliðinu.
Við erum eftir þennan sigur í 6. sæti deildarinnar ema application form og erum LOKSINS komnir uppfyrir ema application form Everton. Við erum með 45 stig eftir 29 leiki. Everton eru með jafnmörg stig eftir 28 leiki og Arsenal með 47 stig eftir 28 leiki. ema application form Það eru þó enn 7 stig í fjórða sætið og ef Chelsea vinnur sinn leik sem þeir eiga inni verða það 10 stig.
Við erum ekki á leið í Meistaradeildina þrátt fyrir þennan sigur, en ég tel að fimmta sætið sé ennþá raunhæfur möguleiki og verðugt takmark. Til þess að ná því þurfum við að vera fyrir ofan Arsenal og Everton.
En okkar menn sýndu í dag loksins að við getum líka unnið liðin í efri hluta deildarinnar. Það er ótrúlega mikilvægt ema application form að sú grýla fylgi okkur ekki inní næsta tímabil. Það er ekki hægt annað en að vera ótrúlega ánægður með það. Leiðarstýring færslna ema application form
Frábær sigur gæti ekki verið ánægðari. Gott að vinna leik þar sem við vorum lakara liðið. Við skulum ekki blekkja okkur, spurs áttu miðjuna í þessum leik sem er áhyggjuefni fyrir okkur. Við höfðum lengri tíma til að undirbúa leikinn o.s.frv.
10.03.2013 at 17:57
flottur sigur. grísa sigur. verðum ema application form að skoða vandamálið í vörn og föst leikatriði og svo vil ég þakka Arnari fyrir að eiðileggja fyrir mér leikinn og óska honum til hamingju ema application form með að ég mun ekki endurnýja áskrift mína af þjónustum 365. þessi maður á ekki að koma nálægt lýsingu af íþróttarviðburði þar sem hann er meira en vanhæfur.
10.03.2013 at 18:00
Sælir félagar
Þvílík hamingja með þessa niðurstöðu í svakalega erfiðum leik gegn alltof góðum andstæðingi. Dembele át miðjuna og gerði okkur ótrúlega erfitt fyrir en munurinn á þessum liðum er einn maður. Luis Suarez. Þvílíkur snillingur og hann vinnur leiki fyrir sitt lið og stuðningmenn þess. Dásamlegur leikmaður sem aldrei hættir og berst eins og Carra til síðasta blóðdropa.
10.03.2013 at 18:02
dóri #16. það er ekki n í eyðileggja ;) Annars flottur karaktersigur hjá LFC og mjög ánægjulegt að sjá loksins sigur gegn liði sem er ofar en við í deil

No comments:

Post a Comment